Michael Kiwanuka, Bonobo - Final Days
Eftir þriggja ára hlé hefur Bonobo loks gefið út annað endurhljóðblandað lag og sá sem fær heiðurinn er blús- og sálarhundurinn Michael Kiwanuka. Stílar þeirra falla hvor að öðrum eins og flís við rass þannig að Final Days af síðustu plötu Kiwanka hljómar eins og nýtt lag eftir yfirhalninguna.