Hún segir flugfreyjur hafa teygt sig mjög langt í samningaviðræðunum og verið í þeim af heilindum. Hún segir ákvörðun Icelandair blauta tusku í andlitið á flugfreyjum og starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði.
Hún segir að Icelandair ætli að fara í félagsleg undirboð og beita lúalegum brögðum til þess að lækka með handafli laun.
Drífa segir að ASÍ ætli að velta við öllum steinum í þessu máli og standi þétt að baki Flugfreyjufélagi Íslands. ASÍ styðji félagið í öllum því sem það gerir og muni beita samtakamætti ASÍ til þess að þrýsta á að undið verði ofan af þessari ákvörðun.