Búlgarar mótmæla spillingu

17.07.2020 - 02:28
Boyko Borisov, former Prime Minister and leader of center-right GERB party casts his vote in Bankya, Bulgaria, Sunday, May 12, 2013.  Bulgarians are voting Sunday in parliamentary elections with no party expected to win a majority to form a government,
 Mynd: AP - AP Photo/Valentina Petrova
Almenningur hefur flykkst þúsundum saman út á götur Sofiu höfuðborgar Búlgaríu til að krefjast afsagnar forsætisráðherra landsins sem sakaður er um spillingu og að hygla auðmönnum.

Mótmælin hófust fyrir átta dögum eftir að Boyko Borisov forsætisráðherra lét ráðherra fjármála, efnahagsmála og innanríkismála fara. Borisov hefur verið ráðandi í búlgörskum stjórnmálum síðan 2009.

Mikil tengsl eru milli stjórnmálamanna og viðskiptajöfra í landinu. Mótmælendur í höfuðborginni og öðrum borgum Búlgaríu segjast hafa fengið nóg af þeim ívilnunum sem ólígarkar landsins njóta.

Það er mat samtakanna Transparency International, sem rannsaka spillingu og beita sér fyrir auknu gagnsæi, að Búlgaría sé spilltasta ríki Evrópusambandsins. Nú eru þrettán ár síðan Búlgaría fékk þangað inngöngu.

Forsætisráðherrann Borisov stendur frammi fyrir vantrauststillögu í þinginu í næstu viku. Hann hefur neitað að stíga til hliðar en kjörtímbili hans lýkur snemma á næsta ári.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi