Norður-Makedónía: torvelt að mynda ríkisstjórn

16.07.2020 - 02:35
Mynd með færslu
 Mynd:
Jafnaðarmenn í Norður-Makedóníu unnu nauman sigur í þingkosningum þar í landi í dag.

Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut tæplega 36 prósent atkvæða en helsti keppinauturinn, Kristilegi demókrataflokkurinn (VMRO-DPMNE)34,5%.

Því má búast við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum í Norður-Makedóníu en helstu viðfangsefnin eru kórónuveirufaraldurinn og fyrirhuguð innganga ríkisins í Evrópusambandið.

Líklegt er að smærri stjórnmálaflokkar landsins muni hafa mikil áhrif í stjórnarmyndunarviðræðunum. Flokkurinn DUI, sem nýtur mikils stuðnings albanska minnihlutans í Norður-Makedóníu, hefur krafist forsætisráðherrastóls í skiptum fyrir stuðning við nýja ríkisstjórn.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi