Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Jarðskjálfti af stærð 3,0 við mynni Eyjafjarðar

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Jarðskjálfti af stærðinni 3,0 mældist kl. 14:39, skammt norð-norðvestur af Gjögurtá. Margir smærri skjálftar mælast enn á Tjörnesbrotabeltinu.

Skjálftinn fannst vel yst á Tröllaskaga, meðal annars hafði íbúi í Ólafsfirði samband við fréttastofu og sagðist hafa fundið fyrir skjálftanum þar.

Frá því að skjáftahrinan hófst 19. júní hefur sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar numið yfir 13.000 skjálfta. 

Í athugasemdum jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar er áréttað að enn mælist mikið af minni skjálftum á svæðinu og áfram séu líkur á fleiri stærri skjálftum.