Guðmundur og Haraldur Franklín í gegnum niðurskurðinn

Mynd með færslu
 Mynd: Golf.is

Guðmundur og Haraldur Franklín í gegnum niðurskurðinn

16.07.2020 - 21:47
Þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús komust í gegnum niðurskurðinn á Euram Bank mótinu sem er hluti af Evrópumótaröð karla í golfi.

Annar hringurinn var leikinn í dag og lokahringurinn á laugardag. Tæplega 70 kylfingar komust í gegnum niðurskurðinn í dag og keppa á lokadeginum. Guðmundur mun berjast meðal efstu manna á lokahringnum en hann er jafn í 8. sæti, hann spilaði á 66 höggum eða fjórum undir pari í dag. Hann er því samtals sjö höggum undir pari en öðrum hringnum lauk í kvöld.

Haraldur Magnús Franklín lék hringinn í dag á 66 högum eða fjórum undir pari og er jafn í 33. sæti. Andri Þór Björnsson er hins vegar úr leik en hann var nálægt því að komast í gegn. Hann lék alls á einu höggi undir pari og endaði einmitt sæti fyrir neðan niðurskurðarlínuna.