Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

„Ekkert ferðaveður með ferðavagna“

Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Fellihýsi fauk út af vegi við Hvalnes fyrir austan Hornafjörð í óveðrinu í gærkvöld, að sögn Sveins K. Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Lögreglunni hafa borist tilkynningar um brotnar rúður og smávægilegar skemmdir á bílum.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum biður hún ferðalanga sem eiga leið austur með suðurströndinni að fylgjast vel með veðurspá. Fólki er ráðið frá því að ferðast með ferðavagna. Sveinn segir að enn sé bálhvasst í Öræfum og undir Vatnajökli. Allt hafi gengið vel og enginn slasast en ferðalöngum sé ráðlagt að bíða með ferðir um svæðið þar til veðrinu sloti. 

 

 

 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV