Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Biden með 15 prósentustiga forskot á Trump

Mynd með færslu
 Mynd: Samsett RÚV - AP/EPA
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, nýtur stuðnings meirihluta landsmanna í embætti forseta. Samkvæmt skoðanakönnun Quinnipiac háskólans í Connecticut meðal skráðra kjósenda styðja 52 prósent hann sem næsta forseta landsins. Fylgið við Donald Trump mælist 37 prósent.

Þetta er mesti munur sem mælist milli þeirra tveggja í skoðanakönnunum skólans. Könnunin var unnin frá síðasta fimmtudegi til mánudags. Skekkjumörk eru 2,8 prósentustig.

Á vef RealClearPolitics sem ber saman niðurstöður allra kannana um fylgi þeirra Bidens og Trumps hefur varaforsetinn fyrrverandi 8,1 prósentustigs forskot á forsetann. Í sveifluríkjunum svonefndu er forskot Bidens 2,0 til 7,8 prósentustig.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV