Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Armenar og Aserar berjast enn

16.07.2020 - 08:56
epa05242006 Armenian artillery position of the self-defense army of Nagorno-Karabakh in Martakert, Nagorno-Karabakh Republic, 03 April 2016. According to media reports, dozens have died during clashes that erupted on 01 April 2016 as part of a territorial conflict between Armenia and Azerbaijan in Nagorno-Karabakh Republic. Azerbaijan armed forces reportedly attacked self-proclaimed Nagorno-Karabakh Republic, which has been controlled by ethnic Armenians since 1994. Russian President Vladimir Putin called for a ceasefire.  EPA/VAHRAM BAGHDASARYAN / PHOTOLURE
Armensk stórskotaliðssveit í bardögum við Asera árið 2016. Mynd: EPA - PHOTOLURE
Bardagar blossuðu upp á ný á landamærum Armeníu og Aserbaísjan í nótt, en að minnsta kosti sextán hafa fallið í bardögum þar síðan um helgi.

Talskona armenska varnarmálaráðuneytisins sagði á Facebook í morgun að hersveitir Asera hefðu skotið úr fallbyssum og sprengjuvörpum á þorp í Armeníu.

Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna síðan á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar þegar armenskir aðskilnaðarsinnar lögðu undir sig héraðið Nagorno-Karabak. Um 30.000 féllu þá í stríði milli ríkjanna.

Óttast er að nýhafin átök eigi eftir að harðna og hafa Bandaríkjamenn, Rússar og Evrópusambandið hvatt deilendur til að halda að sér höndum. 

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV