Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Andhormónalyfin á leið til landsins

16.07.2020 - 10:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Andhormónalyfin Aromasin og Exemestan eru á leið til landsins í flugi. Þetta kemur fram í svari dreifingarfyrirtækisins Disticu við fyrirspurn fréttastofu.

Fréttastofa fjallaði fyrr í dag um skort á lyfjunum tveimur.

Í svarinu segir að samheitalyfið Exemestan hafi farið á biðlista vegna þess að of stutt væri í fyrningardagsetningu þeirra lyfjaskammta sem enn eru til.

Þá hafi eftirspurn eftir frumlyfinu Aromasin aukist langt umfram hefðbundna eftirspurn. Lyfið hafi farið á biðlista þann 12. júlí og Distica hafi pantað aukabirgðir.

Samkvæmt svari Disticu er lyfið, sem er með stuttum fyrningarfresti, enn aðgengilegt og samkvæmt upplýsingum frá Lyfju geta apótek sérpantað lyf til dreifingaraðila þótt það styttist í fyrningardagsetningu.