
Ákærður fyrir manndráp, árás og ofsaakstur
Ákæran á hendur manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku.
Þar er honum gefið að sök að hafa orðið móður sinni að bana með því að stinga hana tvisvar sinnum með hnífi í brjóstið. Hann er einnig sagður hafa veist að manni með hnífi, skorið hann í andlit og stungið í vinstri handlegg.
Fram kemur í ákærunni að maðurinn sé krafinn um níu milljónir í miskabætur vegna manndrápsins og árásinnar.
Þá er maðurinn ákærður fyrir ofsaakstur í júní fyrir tveimur árum. Fram kom í fréttum að um þrettán lögreglubílar, merktir og ómerktir, hefðu tekið þátt í eftirförinni.
Samkvæmt ákæru ók maðurinn þegar mest lét á 197 kílómetra hraða. Lögreglubíl var ekið utan í bíl mannsins til að reyna að stöðva hann og það tókst í annarri tilraun á Kjósárskarðsvegi.
Þá hafði maðurinn ekið tugi kílómetra á ofsahraða, umferð úr gagnstæðri átt þurfti að sveigja frá og litlu mátti muna að árekstur yrði við Listabraut þegar hann ók yfir á rauðu ljósi