Viðbúnaður aukinn á ný í Tókýó

15.07.2020 - 08:27
Erlent · Asía · COVID-19 · Japan · Kórónuveiran
epa08538378 Pedestrians wearing face masks wait at a crossing in Shinjuku district in Tokyo, Japan, 10 July 2020. The Japanese capital recorded its highest number in a single day of COVID-19 coronavirus infections with 243 new cases.  EPA-EFE/FRANCK ROBICHON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Heilbrigðisyfirvöld í Tókýó í Japan hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi í borginni vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu.

Fjórum sinnum undanfarna viku hafa dagleg smit farið yfir tvö hundruð og að sögn yfirvalda hafa innlagnir á sjúkrahús vegna COVID-19 tvöfaldast frá því í vikunni á undan. Þá hafi fleira ungt fólk greinst smitað en áður og fleiri verið einkennalausir.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi