Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þreytt á lausagöngu katta á Akureyri

15.07.2020 - 19:50
Endurskoða á reglur um lausagöngu katta á Akureyri. Kona, sem staðið hefur í stríði við kött í hverfinu í rúmt ár, kom heim úr ferðalagi í vikunni og hennar beið heldur ógeðfelld gjöf.

Endurskoðun í gangi

Akureyrarbæ berast reglulega kvartanir um lausagöngu katta, sem geri þarfir sínar í görðum og ógni fuglalífi. Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkti fyrir rúmu ári að endurskoða reglurnar, með það að markmiði að takmarka lausagöngu.  Sú vinna stendur enn yfir. Erna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari á Akureyri fær reglulega óboðna gesti í heimsókn. 

Orðin þreytt á ástandinu

„Það er ekkert við þennan krúttlega kött að sakast en maður spyr sig um hvort að eigendurnir þurfi ekki að  gera einhverjar frekari ráðstafanir. En í fyrsta lagi er maður náttúrlega orðin þreyttur á því að það sé látlaust kattagangur í húsinu þegar þú heldur ekki kött,“ segir Erna. 

Óvæntur glaðningur í sófanum 

Erna segir ónæðið hafa náð hámarki þegar hún kom heim eftir ferðalag um helgina og við henni blasti óvæntur glaðningur. 

„Hann hefur hreiðrað um sig í leðursófanum upp við einhvern svona loðin púða haft það notalegt og ekki alveg náð að halda í sér. Þá var mér nú allri lokið og tók mynd og skrifaði póst á Facebook og það var sem við manninn mælt. Það sko hrúguðust skilaboð frá fólki sem að var í svipaðri stöðu að berjast við ketti og hérna alls konar ráð. Að stinga kettinum undir kalda sturtu og svoleiðis en ég er nú kannski ekki alveg til í fara þangað en þetta er greinilega mjög algengt vandamál hérna á Akureyri.“

Færslan hefur vakið töluverða athygli