Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þingkosningar í Norður-Makedóníu

epa08545398 People wearing protective masks walk in front of the electoral billboard of the leader of the opposition VMRO DPMNE, Hristijan Mickovski in Skopje, Republic of North Macedonia, 14 July 2020. The Balkan nation conducts three days of early general elections voting in the middle of the Covid-19 pandemic. Infected persons and the quarantined citizens are voting on 13 July, while prisoners and the elders on 14 July, before general voting takes place on 15 July.  EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Norður-Makedónar ganga að kjörborðinu í dag. Nýtt þing og stjórn þurfa að takast á við kórónuveirufaraldur og upphaf viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið.

Norður-Makedónía gekk í Atlantshafsbandalagið (NATO) fyrr á þessu ári og varð þar með þrítugasta aðildarríki þess. Það gerðist eftir að ríkið breytti nafni sínu úr Makedóníu í Norður-Makedóníu í fyrra eftir langvarandi deilur við nágranna sína Grikki.

Nafnbreytingin var skilyrði Grikkja fyrir stuðningi við aðildarumsókn Norður-Makedóníu að NATO og ESB. Samkomulagið var gert að undirlagi fyrrverandi forsætisráðherra, jafnaðarmannsins Zoran Zaev.

Helsti andstæðingur flokks hans er kristilegi demókrataflokkurinn VMRO-DPMNE. Sá flokkur þykir nokkuð þjóðernissinnaður, en mörgum svíður enn að hafa neyðst til að friða Grikki með því að gefa eftir hluta sjálfsmyndar sinnar. Flokkarnir eru á öndverðum meiði um inngöngu í Evrópusambandið. 

Hvorugum flokknum er spáð hreinum meirihluta sem gæti leitt til flókinna stjórnarmyndunarviðræðna að loknum kosningum.

Kórónuveirufaraldurinn hefur reynst Norður-Makedónum fjárhagslega þungur í skauti ásamt því að dánartíðni þar er hærri en í ríkjunum í kring.