Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Sessions fer halloka í Alabama

epa07149117 (FILE) - US Attorney General Jeff Sessions testifies before the House Judiciary Committee hearing on oversight of the Justice Department on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 14 November 2017 (reissued 07 November 2018). According to media reports on 07 November 2018, US Attorney General Jeff Sessions has resigned, with US President Trump naming Matthew Whitaker as interim replacement.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
Jeff Sessions. Mynd: EPA-EFE - EPA
Jeff Sessions fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna mistókst að endurheimta möguleika sinn á að verða öldungadeildarþingmaður fyrir Alabama. Hann hefur viðurkennt ósigur sinn í forkosningum Repúblikana í Alabama gegn lítt þekktum andstæðingi.

Sessions studdi Donald Trump með ráðum og dáð fyrir forsetakosningarnar 2016. Hann féll í ævarandi ónáð hjá forsetanum 2018 eftir að hann lýsti sig vanhæfan í málum varðandi rannsókn á hugsanlegum tengslum stuðningsmanna hans við Rússland í kosningabaráttunni.

Trump lýsti yfir stuðningi við Tommy Tuberville keppinaut Sessions og sagði hinn hálfsjötuga, fyrrverrandi fótboltaþjálfara verða frábæran öldungadeildarþingmann fyrir Alabama.

Báðir frambjóðendur lýstu sig afar hliðholla forsetanum enda nýtur hann mikils fylgis í ríkinu. Tuberville mætir öldungardeildarþingmanninum og demókratanum Doug Jones í kosningum til öldungadeildarinnar í nóvember næstkomandi.