Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Mikilvægur sigur Tottenham - Jafnt hjá Jóhanni

epa06511672 Tottenham Hotspur's Harry Kane (L) celebrates scoring a goal with teammate Son Heung-min (R) during the English Premier League soccer match between Tottenham Hotspur and Arsenal at Wembley Stadium, London, Britain, 10 February 2018.  EPA-EFE/NEIL HALL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 75 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA

Mikilvægur sigur Tottenham - Jafnt hjá Jóhanni

15.07.2020 - 19:00
Barátta liða í ensku úrvalsdeildinni um sæti í Evrópukeppnum á næsta tímabili var áberandi í leikjum dagsins. Þrír leikir voru á dagskrá síðdegis.

Tottenham Hotspur, sem vann 2-1 sigur á grönnum sínum í Arsenal um helgina, gerði góða ferð norður til Newcastle þar sem Lundúnaliðið vann 2-1 útisigur. Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-Min kom veitti Tottenham 1-0 forystu í leikhléi áður en Matt Ritchie jafnaði fyrir Newcastle með þrumufleyg frá vítateigshorni Tottenham. Skömmu eftir jöfnunarmarkið skoraði Harry Kane hins vegar fyrir Tottenham og hann bætti þá öðru marki sínu við er hann gerði út um leikinn skömmu fyrir leikslok. Tottenham vann því 3-1.

Tottenham er eftir sigurinn með 55 stig í sjöunda sæti deildarinnar sem veitir líklega sæti í Evrópudeildinni að ári en það veltur á því hvaða lið vinnur ensku bikarkeppnina í sumar.

Dramatískt jöfnunarmark Burnley

Sæti ofar en Tottenham, í því sjötta í deildinni, er lið Wolverhampton Wanderers sem er með 56 stig eftir 1-1 jafntefli við Jóhann Berg Guðmundsson og liðsfélaga hans í Burnley á útivelli. Mexíkóinn Raúl Jiménez kom Úlfunum yfir stundarfjórðungi fyrir leikslok en framherjinn Chris Wood jafnaði fyrir heimamenn úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma. Jóhann Berg kom inn á sem varamaður eftir hálftímaleik og spilaði því rúman klukkutíma í dag, það lengsta sem hann hefur spilað fyrir félagið frá því að hann steig upp úr meiðslum nýverið.

Burnley er með 51 stig í níunda sæti, stigi á undan Arsenal sem er sæti neðar og þremur stigum á eftir Sheffield United sem í áttunda sætinu. Arsenal á leik við Englandsmeistara Liverpool klukkan 19:15 í kvöld.

Bournemouth í mikilli hættu

Í þriðja leik kvöldsins vann Manchester City 2-1 sigur á Bournemouth. David Silva og Gabriel Jesus skoruðu mörk City-liðsins sem hefur að litlu að keppa í lokaumferðunum þar sem liðið er öruggt með annað sæti deildarinnar.

David Brooks minnkaði muninn fyrir Bournemouth undir lok leiks en liðið er í mikilli fallhættu, með 31 stig í 18. sæti, efsta fallsæti deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti þegar tveir leikir eru eftir.