Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Með fugladellu frá barnæsku

Mynd: RÚV / RÚV

Með fugladellu frá barnæsku

15.07.2020 - 15:28

Höfundar

Farfuglarnir eru komnir til landsins. Þeir syngja og sperra sig fyrir landsmenn og vekja víðast aðdáun. Fáir eru þó haldnir jafn mikilli fugladellu og Brynja Davíðsdóttir sem mótar fugla úr leir, stoppar þá upp og nýlega fór hún að búa til fuglabolla sem hún selur fuglelskum samlöndum sínum.

„Ég fékk leirdellu fyrir svona einu og hálfu ári og fór að renna bolla, móta þá í höndunum og mála fugla,“ segir Brynja Davíðsdóttir, náttúru- og umhverfisfræðingur. Fugladellan hefur fylgt henni frá barnæsku. „Ég fór til Bretlands og lærði uppstoppun í tvö ár og seinna fer ég í háskóla og læri náttúru- og umhverfisfræði. Svo fer ég í leirinn og sé hvert þetta leiðir.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Brynja er laginn uppstoppari

Hún vinnur eingöngu með íslenska fugla og segir markmiðið með bollagerðinni að miðla þekkingu og vekja áhuga á fuglunum. „Þetta er hugsað fyrir Íslendinga og það stendur á bollunum hvaða fugl þetta er. Margir hafa nefnilega aldrei fengið tækifæri til að læra um mismunandi fugla.“

Engir tveir bollar eru eins og nú eru bollar Brynju orðnir 200 talsins. Framleiðslu á þeim er þó hvergi nærri hætt.

Helga Margrét í Sumarlandanum kíkti í heimsókn til Brynju og virti fyrir sér fuglalífið.

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Arnaldur er búinn að drepa hér manneskju“

Norðurland

„Þarft að vera sérstök tegund af hálfvita“

Menningarefni

Landsvirkjun réð særingamann til að kveða niður draug