„Ég fékk leirdellu fyrir svona einu og hálfu ári og fór að renna bolla, móta þá í höndunum og mála fugla,“ segir Brynja Davíðsdóttir, náttúru- og umhverfisfræðingur. Fugladellan hefur fylgt henni frá barnæsku. „Ég fór til Bretlands og lærði uppstoppun í tvö ár og seinna fer ég í háskóla og læri náttúru- og umhverfisfræði. Svo fer ég í leirinn og sé hvert þetta leiðir.“