Kanye sagður vera hættur við forsetaframboðið

epa05998622 (FILE) US singer Kayne West arrives for the Metropolitan Museum of Art's 2012 Costume Institute Gala benefit at the Metropolitan Museum of Art in New York, New York, USA, 07 May 2012 (reissued 30 May 2017). Kanye West will celebrate his 40th birthday on 08 June 2017.  EPA/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA
Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er hættur við að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna tíu dögum eftir að hann tilkynnti um framboð sitt.

Þetta er fullyrt á Fox sjónvarpsstöðinni sem vísar í tímaritið New York Intelligencer.

Framboðstilkynning West vakti mikla athygli, en hann tilkynnti um áform sín á Twitter-síðu sinni þann 5. júlí síðastliðinn. Hann hófst þegar handa við að afla undirskrifta við framboðið, en hann hugðist bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi, ekki á vegum neins flokks eða samtaka. 

West lýsti yfir stuðningi við Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2018. Hann sagði síðar í viðtali að hann hafi gert það til að hæðast að Demókrötum og öðrum listamönnum, sem flestir styðja Demókrata. Í sama viðtali í fyrra sagði hann að einhvern tímann yrði hann sjálfur forseti Bandaríkjanna. 

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi