Jón Axel til Þýskalands

Mynd með færslu
 Mynd:

Jón Axel til Þýskalands

15.07.2020 - 14:21
Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Fraport Skyliners.

Jón Axel er 23 ára bakvörður sem hefur leikið í háskólaboltanum með Davidson Wildcats í Bandaríkjunum síðustu fjögur ár. Til stóð að hann færi í nýliðaval NBA í haust en nú er óvissa með það vegna frestunar á yfirstandandi tímabili vestanhafs vegna kórónaveirunnar. Jón hefur leikið 11 A-landsleiki fyrir Ísland. 

Skyliners eru í Frankfurt og enduðu í 14. sæti þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð en fór í úrslitakeppni tíu liða um þýska meistaratitilinn sem leikinn var í Munchen í júní. 

 

Tengdar fréttir

Körfubolti

Jón Axel fer í nýliðaval NBA

Körfubolti

Jón Axel dregur sig úr nýliðavali NBA

Körfubolti

Jón Axel æfir með NBA liði