Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Fréttir 19:00: Forstjóri Icelandair um skimunarreglur

15.07.2020 - 18:39
Forstjóri Icelandair telur ekki að ferðamönnum til Íslands fjölgi það mikið á næstunni að vandræði skapist við sýnatöku á landamærum. Félagið hefði þurft að fella niður flug í vikunni hefði öruggum ríkjum ekki verið fjölgað.

Formaður Sjómannafélags Íslands segir að klárt verkfallsbrot hafi verið framið í dag þegar gamli Herjólfur sigldi í stað þess nýja. Framkvæmdastjóri ferjunnar segir að félagið hafi einungis verið að tryggja siglingar milli lands og eyja.

COVID-19 hefur ekki aðeins áhrif á öndunarfæri, heldur getur sjúkdómurinn haft áhrif á öll líffæri líkamans, að mati lækna á Norður-Ítalíu. Þeir vara við því að afleiðingar farsóttarinnar séu alvarlegri en áður var talið.

Erlendar bókunarsíður hafa krafið íslensk ferðaþjónustufyrirtæki um hærri þóknun í kórónuveirufaraldrinum. Allt að 30 prósent upphæðar sem greidd er fyrir þjónustu renna úr landi. 

Akureyringar eru margir orðnir þreyttir á lausagöngu katta í bænum. Þeir eru sagðir skíta í garða fólks og laumast inn í ókunnug hús. 

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV