Frekari takmarkanir ef tilfellum fækkar ekki

15.07.2020 - 08:13
epa08542876 A Victorian Police officer works at a vehicle checkpoint along the Princes Freeway outside of Melbourne, Australia, 13 July 2020. Victoria Police and the Australian Defence Force are working together at vehicle checkpoints to enforce the Chief Health Officer's directions, as COVID-19 cases increase in the state.  EPA-EFE/JAMES ROSS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Lögregla ræðir við vegfaranda í útjaðri Melbourne. Mynd: EPA-EFE - AAP
Stjórnir ríkja í Ástralíu ætla að grípa til enn frekari takmarkana til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar fari smitum ekki brátt að fækka. Þetta tilkynntu forsætisráðherrar ríkjanna í morgun.

Tilkynnt var í morgun að 238 tilfelli hefðu greinst í Viktoríuríki síðasta sólarhring, en útgöngubann var fyrirskipað á ný í höfuðstaðnum Melbourne í síðustu viku vegna fjölgunar smita. Yfir 500 manns hafa verið sektaðir fyrir að virða ekki útgöngubannið í Melbourne.

Tugir hafa greinst smitaðir í Nýja Suður Wales undanfarna viku. Stjórnvöld í Norðursvæðum Ástralíu hafa bannað fólki frá Viktoríu og Nýja Suður Wales að koma þangað á meðan þetta ástand varir.

Um 10.500 hafa greinst með kórónuveiruna í Ástralíu síðan hún barst til landsins, en 111 hafa látist þar úr COVID-19. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi