Eftirköstin gætu verið mun alvarlegri en talið var

15.07.2020 - 12:21
epa08335406 Health personnel of the OSA (Operatori Sanitari Associati), a social and work cooperative on the initiative of a group of young doctors, psychologists and social workers founded 1985, perform blood tests and monitoring activities in Nerola, one of the villages in the "red zone" for a Coronavirus outbreak, during the country's lockdown due to the Coronavirus Covid-19 pandemic in Italy, 31 March 2020. Doctors explain that monitoring the Nerola population involves both blood sampling and rapid test. Serological and virological tests have been activated.  EPA-EFE/MASSIMO PERCOSSI
Ítalskt heilbrigðisstarfsfólk við vinnu. Mynd: EPA-EFE - ANSA
COVID-19 er ekki aðeins öndunarfærasjúkdómur, heldur getur hann haft áhrif á allan líkamann og í sumum tilfellum til frambúðar. Þetta segja læknar í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu. Þeir ráðleggja fólki að taka sóttvarnaráðstöfunum mjög alvarlega.

Heilablóðfall, geðrof, svefnleysi, nýrnasjúkdómar, sýking í mænu, heilablóðfall og síþreyta er meðal þess sem fólk á Norður-Ítalíu hefur þurft að glíma við eftir að hafa náð sér af COVID-19.

Alvarlega eftirköst hjá ungu fólki

Eftirköstin geta verið svo alvarleg, jafnvel hjá ungu fólki og hjá þeim sem sýndu aðeins væg einkenni. Læknar í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu hafa einkum fylgst með líðan fólks sem hefur batnað af COVID-19. Langbarðaland er það hérað í landinu þar sem hvað flestir veiktust. Læknarnir vara við því að svo geti farið að sum eigi aldrei eftir að ná fullum bata. Veiran hafi áhrif á öll líffæri líkamans, ekki aðeins lungun eins og fyrst var talið.

epa08377437 Doctors and nurses wearing protective equipment attend to a patient in the COVID-3 level intensive care unit, treating COVID-19 patients, at the Casal Palocco hospital near Rome, Italy, 22 April 2020.  EPA-EFE/ANGELO CARCONI
 Mynd: EPA-EFE - Ansa

Sky News hefur eftir Roberto Cosentini, yfirmanni bráðamóttökunnar á Papa Giovanni XXIII sjúkrahúsinu í Bergamo í Langbarðalandi að í fyrstu hafi verið talið að COVID-19 væri slæm flensa með lungnabólgu. Svo hafi læknar komist að því að þetta sé í raun mjög hættulegur sjúkdómur sem hafi áhrif á allan líkamann. Núna verði læknar varir við nýrnabilanir, heilablóðföll og aðra mjög alvarlega sjúkdóma sem taldir eru eftirköst farsóttarinnar.

Segja brýnna nú en nokkru sinni að virða sóttvarnareglur

Læknarnir vara sérstaklega við því að fólk sem telur sig ekki tilheyra viðkvæmum hópi, og hunsi því sóttvarnareglur, geti verið að setja sig í þá hættu að smitast af sjúkdómi sem eigi eftir að hafa áhrif fyrir lífstíð. Þá leggja læknarnir áherslu á að nú sé brýnna en nokkru sinni að fólk hugi að samskiptafjarlægð, handþvotti og því að bera andlitsgrímur. Þessar viðvaranir koma á sama tíma og óttast er að önnur bylgja sjúkdómsins sé yfirvofandi á Norður-Ítalíu. Ráðleggingar ítölsku læknanna eru einfaldar: Fólk á að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að smitast ekki.    

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi