Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Börn síður bólusett í faraldrinum

epa08524199 A healthcare worker in hazmat suit vaccinates a child during a vaccination programe for children at a reopened community health care center in Medan, North Sumatra, Indonesia, 03 July 2020. The Indonesian government has imposed a new set of regulations known as 'new normal', which will be implemented in stages. Provinces that have either reported no new COVID-19 infections or are reporting a significant drop in infection numbers can reopen businesses while adhering to health code protocols.  EPA-EFE/DEDI SINUHAJI
Barn bólusett í Medan, á norður Súmötru í Indónesíu. Mynd: Dedi Sinuhaji - EPA
Milljónir barna á heimsvísu fengu ekki lífsnauðsynlegar bólusetningar á árinu. Ástæðan er rakin til COVID-nítján faraldursins. Í 68 löndum, hið minnsta, höfðu takmarkanir tengdar faraldrinum þær afleiðingar að ekki var farið með ungabörn í bólusetningu við sjúkdómum eins og barnaveiki, mislingum, stífkrampa og kíghósta.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Unicef greindu frá þessu í dag og var við þróuninni. Talið er að um 80 milljónir barna, undir eins árs aldri, séu þess vegna í hættu á að fá sjúkdóma sem hægt er að bólusetja við. Þetta er í fyrsta sinn í 28 ár sem börnum fækkar á heimsvísu sem ekki fá bólusetningu við kíghósta. 

Ástæðurnar eru nokkrar. Í sumum löndum stendur fólki til boða að koma með börn í bólusetningu en það treystir sér ekki til að fara út vegna faraldursins, víða hafa samgöngur verið í lamasessi, efnahagsástandið slæmt eða útgöngubann í gildi. Þá er talið að hræðsla fólks við að smitast af COVID-19 hafi valdið því að það hafi ekki farið með börn sín í bólusetningu. Nú er staðan sú að innan við tuttugu prósent líkur eru á að barn sé bólusett við öllum þeim sjúkdómum, sem mælt er með á heimsvísu, fyrir fimm ára aldur.