Tugþúsunda saknað í Mexíkó

14.07.2020 - 08:42
epa08413607 Families of disappeared people protest asking for their relatives in Mexico City, Mexico, 10 May 2020. Despite the fact that the Mexican authorities exhorted the population to stay home on this Mother's Day, women's groups defied confinement due to the coronavirus pandemic to demand the search for their missing children as they do every 10 May.  EPA-EFE/Jorge Nunez
Ættingjar vekja athygli á hvarfi ástvina í Mexíkóborg. Mynd: EPA-EFE - EFE
Fleiri en 73.000 eru á lista yfir fólk sem saknað er í Mexíkó, en talið er að langflestir þeirra séu fórnarlömb í stríði glæpahópa í landinu.

Fréttastofan Reuters segir frá þessu. Um 12.000 hafi bæst á þennan lista síðan í janúar, en mannshvörf séu þó talsvert færri en á sama tíma í fyrra og sé munurinn næstum 37 prósent.

Þegar Andres Manuel Lopez Obrador hafi teki við embætti forseta í Mexíkó í desember 2018 hafi hann boðað nýja stefnu í baráttunni gegn glæpum í landinu, en að sögn Reuters hefur lítið gerst og þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn hafi lítið dregið úr ofbeldi glæpahópa í landinu.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi