Jarðskjálfti sem reið yfir í suðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni rétt fyrir klukkan eitt í nótt var öllu stærri en fyrst var talið. Hann var metinn 3,2 í fyrstu en frekari útreikningar náttúruvársérfræðinga Veðurstofunnar leiddu í ljós að hann var 3,6 að stærð. Rúmlega klukkutíma áður var skjálfti 3,0 á svipuðum stað. Nokkrir smærri skjálftar voru frá því skömmu fyrir miðnætti þar til snemma í morgun.