Skotinn af lögreglu eftir deilu um grímur

14.07.2020 - 23:42
Mynd með færslu
 Mynd: Etienne Godiard - Unsplash
Lögreglumaður í Michigan ríki skaut í gær mann til bana, sem grunaður var um að hafa stungið annan mann með hnífi vegna deilna um andlitsgrímur.

Lögregluyfirvöld segja deilurnar hafa hafist í matvöruverslun. Þar réðist hinn látni, Sean Ruis, á mann sem gagnrýndi hann fyrir að nota ekki andlitsgrímu. Stakk hann manninn með hnífi og flúði því næst á brott í bíl.

Bíllinn var stöðvaður um hálftíma síðar af lögreglukonu sem skaut Ruis er hann kastaði sér í átt að henni. Ruis, sem var vopnaður að sögn lögreglu, var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Lögregluyfirvöld í Michigan hafa nú birt myndbandsupptöku af atvikinu, sem sýna lögreglukonuna skjóta Ruis eftir stutt handalögmál þeirra á milli.

BBC segir þetta ekki vera fyrstu deiluna um andlitsgrímur í Bandaríkjunum sem endar með hörmungum. Þannig var öryggisvörður í Gardena, sem er suður af Los Angeles, ákærður fyrir morð í síðustu viku eftir að hafa skotið mann sem kom inn í verslun án þess að vera með andlitsgrímu.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi