Rekstri Virgin Atlantic bjargað

14.07.2020 - 13:39
epa01265333 Touchdown at Amsterdam Schiphol Airport by the Cosmic Girl, a Boeing 747 of Virgin Atlantic coming from London Heathrow and using biofuel, 24 February 2008. For the first time in air traffic history an (empty) passenger plane made a flight on partly biofuel. Of total fuel used, the Cosmic Girl used kerosine and 25 percent coconut-oil and oil from the Babassu-palm.  EPA/ERIK VAN 'T WOUD
 Mynd: EPA - ANP
Útlit er fyrir að rekstur flugfélagsins Virgin Atlantic hafi verið tryggður eftir að hluthafar og fjárfestar samþykktu að leggja því til einn komma tvo milljarða sterlingspunda. Samningaviðræður um björgunarpakkann tóku nokkra mánuði. Félagið fær rekstrarféð næsta hálfa annað árið, þar á meðal tvö hundruð milljónir punda í reiðufé frá Virgin Group, fjárfestingarfélagi auðmannsins Richards Bransons, og 170 milljónir frá vogunarsjóðnum Davidson Kempner Capital Management.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi