
Maxwell í fangelsi þar til dómur fellur
Þetta úrskurðaði dómari í New York& í dag, en verjendur Maxwell höfðu farið þess á leit að hún yrði látin laus gegn greiðslu tryggingargjalds vegna hættulegs ástand í fangelsum landsins vegna kórónuveirunnar.
Saksóknari hafði hins vegar lagst gegn því að það yrði gert. Verulegu hætta væri á að Maxwell reyndi að flýja yrði hún látin laus, en hún er sökuð um að hafa tekið þátt í brotum Epstein.
Maxwell var viðstödd fyrirtökuna í gegnum myndbandssímtal frá fangelsinu í Brooklyn þar sem hún er vistuð og lýsti hun sig saklausa af brotunum sem hún er ákærð um.
Maxwell var handtekin í byrjun mánaðarins í New Hampshire í Bandaríkjunum og gefið að sök að hafa áunnið sér traust ungra stúlkna í viðkvæmri stöðu, með það fyrir augum að kynna þær fyrir Epstein.
Hún er einnig sökuð um að hafa brotið kynferðislega á stúlkum og á yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisdóm verði hún fundin sek.