Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Kannabisræktun stöðvuð í íbúðarhúsi í Sandgerði

14.07.2020 - 11:05
Úr umfjöllun Kveiks um kannabis.
 Mynd: Kveikur - RÚV
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í íbúðarhúsnæði í Sandgerði í fyrradag. Í tilkynningu segir að um hafi verið að ræða tæplega sjötíu plöntur á ýmsum vaxtarstigum. Ræktunin fór fram á efri hæð íbúðarhússins.

Þrír voru handteknir vegna málsins. Þeim var sleppt að loknum skýrslutökum. Þá var lagt hald á talsvert af búnaði sem notaður var við ræktunina. 

Að sögn lögreglufulltrúa hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum komst lögregla á snoðir um ræktunina eftir að afskipti voru höfð af húsráðanda. Hann segir að rannsókn málsins miði vel. 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV