Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Gekk á bíl og hélt á Mána

14.07.2020 - 15:53
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra með golden retriever hundinn Mána
 Mynd: Aðsend
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag af sér mynd vel plástruðum á nefinu á Facebook síðu sinni með orðunum: „Gekk á bíl og hélt á Mána inn í bíl“.

„Ég gekk bara á bíl,“ segir Guðlaugur Þór hlæjandi við fréttastofu og kveðst hafa verið að skoða myndir af börnum sínum þegar atvikið átti sér stað.

Töluvert blæddi úr nefi Guðlaugs Þórs og því þótti öruggara að fara á slysadeild til skoðunar. Þar staðfestu læknar að hann hefði sloppið við nefbrot þó nefið væri töluvert skrámað.

„Þetta horfir allt til betri vegar og það er líklega óhætt að segja að það verði engin grundvallarbreyting á andlitinu á mér,“ segir hann.

Heimilishundurinn Máni, sem er golden retriever, er með ráðherra á myndinni. Hann var þó hvergi nærri er slysið átti sér stað. Guðlaugur Þór segir það þó vera reglu frekar en undantekningu að hann þurfi að halda á Mána þegar hann er settur í bílinn. „Hann er ekki hrifinn af bílum og að halda á honum er ekki verri líkamsrækt en hver önnur,“ bætir hann við.

Anna Sigríður Einarsdóttir