Fékk 500 fyrirspurnir í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan
Embætti Landlæknis bárust 500 fyrirspurnir í dag, en hundruð fyrirspurna berast embættinu og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra á degi hverjum.

Þetta kemur fram í svörum Almannavarna við fyrirspurn fréttastofu og segir Jóhann K. Jóhannsson fjölmiðlafulltrúi deildarinnar segir álagið aukast til muna í hvert skipti sem einhverjar breytingar eru gerðar við landamæraopnun eða afléttingu sóttvarna vegna kórónuveirufaraldursins.

Fyrirspurnir berast jafnt í gegnum tölvupóst, skipaboðakerfi samfélagsmiðla og með símtölum. Þá svara Íslandsstofa og utanríkisráðuneytið einnig fyrirspurnum vegna þessa, en ekki liggur fyrir hversu mikið álag er vegna fyrirspurna þar.

Jóhann segir Almannavarnir því hvetja við fólk til þess að kynna sér allar þær upplýsingar sem eru á vefsíðunni www.covid.is en þar er algengustu fyrirspurnum svarað. Hafi fólk hins vegar frekari fyrirspurnir getur það haft samband í gegnum netfangið [email protected].

 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi