Fær ekki að fara fram gegn Lukasjenkó

14.07.2020 - 11:35
epa08478965 Viktor Babariko, a candidate in Belarus' 2020 presidential elections and the former head of Belgazprombank, addresses reporters during a press conference in Minsk, Belarus, 11 June 2020. The presidential campaign has kicked off in Belarus, with the election scheduled for 09 August 2020.  EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH
Viktor Babariko. Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnarandstæðingurinn Viktor Babariko fær ekki að bjóða sig fram í forsetakosningunum í Hvíta-Rússlandi í næsta mánuði.

Yfirkjörstjórn í Minsk tilkynnti þetta í morgun og sagði að Babariko hefði ekki gefið upp allar tekjur sinar, auk þess sem framboð hans hefði nýtt fé frá erlendum samtökum í kosningabaráttu sinni. 

Babariko var handtekinn í síðasta mánuði sakaður um fjármálamisferli. Sonur hans sem stýrði framboðinu var einnig tekinn höndum. 

Babariko var talinn helsti keppinautur Aleksanders Lukashenkos, sem farið hefur með völdin í Hvíta-Rússlandi síðan 1994 og stefnir nú á sjötta kjörtímabilið í röð.

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi