
Erlendir nemar munu ekki missa landvistarleyfið
Bandaríska innflytjenda- og tolleftirlitið greindi í síðustu viku frá því að þeir erlendu nemar sem nú eru í Bandaríkjunum og fá alla kennslu í gegnum netið verði að yfirgefa Bandaríkin sem allra fyrst, eða færa sig yfir í nám með staðkennslu.
Nokkrir háskólar, m.a.Harvard háskóli, höfðu áður tilkynnt að vegna kórónuveirufaraldursins yrði öll kennsla á næstu önn færð yfir á netið. Eftir að stjórnvöld tilkynntu um ákvörðun sína ákváðu stjórnendur Harvard og MIT að höfða mál gegn stjórnvöldum. Sögðu forsvarsmenn skólanna ákvörðunina ólöglega og hafa slæm áhrif fyrir bandaríska háskóla.
Reuters greinir frá að bandarísk stjórnvöld hafi nú hætt við að gera þessum hópi erlendra námsmanna að yfirgefa landið
Ákvæðið átti að eiga við um nemendur með F-1 og M-1 vegabréfsáritanir í Bandaríkjunum. Rúm milljón erlendra nemenda stundaði nám í bandarískum háskólum síðasta kennsluvetur.