Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Dýrmætt fyrir ungmennin að starfa í sinni heimabyggð

Mynd: RÚV / RÚV

Dýrmætt fyrir ungmennin að starfa í sinni heimabyggð

14.07.2020 - 13:32

Höfundar

Í Þórsmörk í Neskaupstað er fjöldi ungmenna nú í óða önn við ýmiss konar listsköpun. Þar er verið að semja dansa, gera stuttmyndir, myndlist og gjörninga en sköpunarverkin eru hluti af skapandi sumarstörfum, verkefni sem býðst fólki á aldrinum 16-25 ára á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð.

Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar ung stúlka, Hildur Vaka Bjarnadóttir Klausen, nemandi í Menntaskólanum á Egilsstöðum, skrifaði grein í Austurfrétt í fyrravetur þar sem hún fjallaði um skort á tækifærum fyrir ungmenni fyrir austan. „Greinin fer á svakalegt flug, Katrín Jakobsdóttir deilir henni og þetta verður spark í rassinn fyrir sveitafélögin að láta vaða og bjóða upp á þetta,“ segir Emelía Antonsdóttir Crivello, verkefnastjóri skapandi sumarstarfa. Elstu þátttakendurnir eru margir í Listaháskóla Íslands en yngstu í Menntaskólanum á Egilsstöðum, en öll eiga þau það sameiginlegt að brenna fyrir listinni. „Þetta er svo dýrmætt. Það er dýrmætt fyrir ungmennin að fá að starfa í sinni heimabyggð og í raun á svo mörgum sviðum að það er erfitt að segja frá því öllu.“

Sumarlandinn brá sér austur og kynnti sér skapandi sumarstörf. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Arnaldur er búinn að drepa hér manneskju“

Norðurland

„Þarft að vera sérstök tegund af hálfvita“

Menningarefni

Landsvirkjun réð særingamann til að kveða niður draug