Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

9% hótelherbergja í nýtingu í maí

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
9% hótelherbergja á landinu voru í nýtingu í maí, gistinóttum fækkaði þá um 87% samanborið við maí í fyrra og 47 hótel lokuðu í mánuðinum. Staðan var nokkuð betri í júní.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands um skammtímavísa ferðaþjónustu.

Þar kemur fram að skráðum gistinóttum hafi fækkað um 87% í maí samanborið við maí í fyrra; úr 570.000 í tæplega 76.000. Þar af drógust gistinætur á hótelum saman um 88% - úr 315.000 í 37.000.

Í tölum Hagstofu segir að í júní hafi gistinætur á hótelum verið 79% færri en í sama mánuði í fyrra, en þeim fækkaði úr 420.000 í 90.000. Í júní fækkaði brottfararfarþegum um 95,7% samanborið við sama mánuð í fyrra; úr 259.000 í rúmlega 11.000.

Þá fækkaði þeim bílaleigubílum sem voru í umferð í júlí um 37% miðað við sama mánuð í fyrra.  Umferð í öllum landshlutum mældist minni í júní í ár en í fyrra, mesta breytingin varð á Austurlandi þar sem hún var 35% minni. 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir