Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Telja hættu á að Maxwell reyni að flýja

13.07.2020 - 20:41
Mynd með færslu
 Mynd: Wiki Commons
Verulegu hætta er á að Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein, flýi verði hún látin laus úr gæsluvarðhaldi að mati saksóknara í New York.

Verjendur Maxwell höfðu farið þess á leit að hún yrði látin laus gegn greiðslu tryggingargjalds og sögðu ástæðuna vera hættulegt ástand í fangelsum landsins vegna kórónuveirunnar, en Maxwell er sökuð um að hafa tekið þátt í brotum Epstein.

Maxwell var handtekin í byrjun mánaðarins í New Hampshire í Bandaríkjunum og gefið að sök að hafa áunnið sér traust ungra stúlkna í viðkvæmri stöðu, með það fyrir augum að kynna þær fyrir Epstein.

Hún er einnig sökuð um að hafa brotið kynferðislega á stúlkum oh á yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisdóm verði hún fundin sek.

Guardian segir saksóknara hafna því alfarið að Maxwell verði látin laus og benda máli sínu til stuðnings, á að Maxwell sé grunuð um að hafa haldið sig í felum síðasta árið til þess að komast hjá því að verða bendluð við brot Epsteins. Hún var handtekin í síðasta mánuði á afskekktri lúxusvillu í sinni eigu.