Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Rauði krossinn leggur niður þrjú störf á landsbyggðinni

13.07.2020 - 09:59
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Rauði kross Íslands hefur lagt niður þrjú störf svæðisfulltrúa á landsbyggðinni við endurskipulagningu vegna tekjusamdráttar í heimsfaraldrinum. Áfram starfa 39 deildir samtakanna víðs vegar um landið í sjálfboðaliðastarfi.

Svæðisfulltrúarnir þrír voru staðsettir á Ísafirði, Norðfirði og í Hveragerði. Björg Kjartansdóttir, sviðstjóri hjá Rauða krossinum, segir að þótt störfin hafi verið lögð niður verði að ekki til samdráttar á starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins. Eins segir hún að húsnæði samtakanna þar verði áfram í notkun.

„Við erum svo sannarlega í 39 deildum með kröftugan hóp sjálfboðaliða sem eru víðs vegar um landið. Við viljum tryggja að sú þjónusta sem Rauði krossinn hefur veitt undnafarin ár og áratugi er snýr að almannavörnum muni ekki breytast,“ segir hún.

Björg segir þó að tekjusamdráttur hafi verið mikill í faraldrinum og ekki sé hægt að segja til um hvort grípa þurfi til frekari hagræðinga. Samtökin stóli sig á stuðning frá almenningi.

„Rauði krossinn er þó að gera varúðarráðstafanir svo hann geti alltaf svo sannarlega staðið undir þeim verkefnum sem okkur ber að sinna. En að sjálfsögðu, það er auðvitað háð því að almenningur haldi áfram að styðja svona vel við bakið á okkur með mannvinum Rauða krossins,“ segir hún.

Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt