Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Pólverjar á Íslandi vildu ekki Duda sem forseta

13.07.2020 - 11:08
epa08535544 Mayor of Warsaw and candidate for Poland's president of main opposition party Civic Platform and Civic Coalition's Rafal Trzaskowski (C) attends his meeting with local residents during his visit in Szczecin, northwestern Poland, 08 July 2020.  EPA-EFE/Marcin Bielecki POLAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - PAP
Pólverjar á Íslandi vildu frekar fá Rafal Trzaskowski, borgarstjóra í Varsjá, sem nýjan forseta Póllands í forsetakosningum þar í landi í gær. Andrezej Duda var kjörinn forseti með rétt rúmlega meirihluta atkvæða.

3.174 atkvæði voru greidd í pólska sendiráðinu á Íslandi í seinni umferð kosninganna. 79,8 prósent atkvæðanna, eða 2.533 atkvæði, sem greidd voru hér á landi voru handa Trzaskowski en 20,20 prósent, eða 641 atkvæði, studdu Duda.

 

Alls höfðu 4.520 kjósendur rétt til þess að greiða atkvæði í kosningunum í pólska sendiráðinu. Kjörsókn hér var meiri en í Pólandi þar sem hún var 68 prósent, því 71 prósent þeirra sem gátu kosið greiddu atkvæði. Það þykir mjög góð kjörsókn í pólskum forsetakosningum.

epaselect epa08542449 Incumbent President Andrzej Duda (C) with his wife Agata Kornhauser-Duda (L) and daughter Kinga Duda (R) gives statement after initial exit polls in Polish Presidential elections in Pultusk, Poland, 12 July 2020. According to initiall exit polls, Polish President Andrzej Duda has won percent 50.4 percent of votes and Civic Coalition candidate and Mayor of Warsaw Rafal Trzaskowski has won 49.6 percent of votes in the second round of presidential elections in Poland.  EPA-EFE/LESZEK SZYMANSKI POLAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - PAP

Afar mjótt var á munum alla kosningabaráttuna og yfirleitt munaði aðeins um einu prósentustigi í skoðanakönnunum á milli frambjóðendanna tveggja sem komust áfram í seinni umferð kosninganna. Kjörstaðir í Póllandi lokuðu í gærkvöldi en Duda var ekki lýstur sigurvegari fyrr en seint í morgun. Duda hlaut á endanum 51,2 prósent atkvæða en Trzaskowski 48,8 prósent.

Ólíkt því sem gerist í íslenskum kosningum þá eru atkvæði í pólskum kosningum talin á kjörstöðum og þess vegna fást ítarlegri upplýsingar um hvar frambjóðendur fengu sín atkvæði. Atkvæði voru talin í pólska sendiráðinu í Reykjavík og niðurstöðurnar birtar á kosningavef pólskra stjórnvalda.

Sé rýnt í niðurstöður kosninganna eftir héruðum í Póllandi má sjá að Duda sótti mest fylgi sitt til austari stjórnsýslusvæða landsins. Duda fékk bestu kosningu sína, 70,9 prósent akvætða, í Neðri Karpatíu, landamærahéraði við Slóvakíu og Úkraínu. Vestast í Póllandi fékk Trzaskowski mun betri kosningu.