Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Mikil og mannskæð flóð í Kína

13.07.2020 - 06:32
Flóð · Kína
epa08540013 Buildings are seen in a flooded part of Liuzhou city, Guangxi region, China, 11 July 2020. Guangxi region is one of the worst affected by flood regions in China with hundreds of thousands of people displaced.  EPA-EFE/Liao Ziyuan CHINA OUT
Frá borginni Liuzhou í Guangxi-héraði, þar sem áin Liu hefur flætt yfir bakka sína og um alla borg  Mynd: EPA-EFE - COSTFOTO
Mikil flóð geisa nú á stórum svæðum í austanverðu Kína og inn til landsins og hafa kostað allt að 140 mannslíf. Yfirvöld vara við því að flóðin eigi eftir að færast enn i aukana. Miklar rigningar hafa verið á þessum slóðum frá því í lok júní og hafa rúmlega 430 ár hafa vaxið svo mjög í vatnsveðrinu að þær hafa ýmist flætt yfir bakka sína eða eru við það að flæða yfir þá.

Minnst 28.000 heimili hafa eyðilagst í flóðunum og hátt í 40 milljónir manna hafa orðið fyrir beinum áhrfum af þeim. Stórfljótið Yangtze, sem rennur meðal annars í gegnum milljónaborgina Wuhan, þar sem COVID-19 faraldurinn á upptök sín, hefur þegar náð þriðju mestu vatnshæð sem mæld hefur verið frá upphafi. Fljótið er enn í vexti, samkvæmt kínverskum fjölmiðlum, og flóðaviðvaranir í gildi meðfram henni á löngum köflum.