Mætti melrakka á Esjunni

13.07.2020 - 19:21
Mynd: Sigríður Lárusdóttir / Sigríður Lárusdóttir
Refur sást á vappi á Esjunni síðdegis í dag. Sigríður Lárusdóttir, göngukona sem gekk fram á refinn, hélt í fyrstu að hún hefði heyrt gelt í hundi.

„Ég fór fyrst upp að steini og ákvað að labba hrygginn þaðan í vestur.“ Eftir um tvo tíma á göngu heyrði hún gelt. „Í fyrstu hugsaði ég með mér hvaða hundur er þetta?“

Refurinn sem við henni blasti var hins vegar hvergi banginn og jafnvel í árásarhug. „Hann kom mjög nálægt mér,“ sagði Sigríður sem hefur aldrei orðið vör við ref á göngum sínum á Esjunni fyrr.

Refir í Heiðmörk

Hálfdán Helgi Helgason, náttúrufræðingur, segir þetta ekki endilega koma á óvart í samtali við fréttastofu. Refir haldi til í Heiðmörk og víðar við höfuðborgarsvæðið.

Mynd: Sigríður Lárusdóttir / Sigríður Lárusdóttir
Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi