Banni Manchester City snúið við

epa08543021 (FILE) -  A general view of the Etihad stadium before the English Premier League match between Manchester City and Chelsea in Manchester, Britain, 23 November 2019 (reissued 13 July 2020). The international Court of Arbitration for Sport (CAS) on 13 July 2020 lifted the two-year Champions League ban for English Premier League side Manchester City. Manchester City was banned by the UEFA from the Champions League for the two seasons for having broken financial fair play rules.  EPA-EFE/JON SUPER EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Banni Manchester City snúið við

13.07.2020 - 09:09
Alþjóða íþróttadómstóllinn í Sviss, CAS, sneri í morgun við banni Manchester City frá Evrópukeppnunum í fótbolta. Sekt City var einnig lækkuð um tvo þriðju. Reiðarslag fyrir reglur UEFA um fjárhagsmál fótboltaliða.

UEFA dæmdi City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum og til 30 milljóna punda sektar í febrúar síðastliðnum vegna brota liðsins á reglum UEFA um fjárhagsmál fótboltaliða (FFP). Málið komst upp eftir skrif þýska blaðsins Der Spiegel sem hafði komist yfir tölvupósta yfirmanna City.

UEFA sagði City hafa leynt greiðslum frá eigendum sínum með því að dulbúa þær sem greiðslur frá styrktaraðilum félagsins á árunum 2012-2016. Langstærsti eigandi City er konungsfjölskyldan í Abu Dhabi sem líka á stærsta styrktaraðila félagsins, Etihad flugfélagið.

City áfrýjaði dómi UEFA til CAS í Sviss og þar var úrskurður kveðinn upp í morgun. CAS tekur ekki undir með UEFA og segir City ekki hafa leynt greiðslum frá eigendum sínum. Hins vegar hafi félagið ekki verið samvinnuþýtt í rannsókn UEFA. Því er bannið frá Evrópukeppnum fellt niður og sekt City lækkuð úr 30 milljónum punda í 10 milljónir punda. Sú upphæð kemur lítið við City og til samanburðar má nefna að launagreiðslur félagsins til leikmanna á mánuði er rúmar 12 milljónir punda.

Fulltrúar Manchester City vildu lítið tjá sig um dóminn í morgun en fögnuðu niðurstöðunni og hrósuðu dómurum CAS. 

Áfall fyrir UEFA

UEFA segir í yfirlýsingu sinni í morgun að sambandið sætti sig við dóminn. UEFA vekur þó athygli á því að CAS hafi sagt að það hefði skort nægar beinharðar sannanir til að styðja við bann UEFA og að sum dæmin sem dæmt var fyrir hafi verið fyrnd.

Ákvörðun CAS í dag virðist þó vera áfall fyrir UEFA og reglur þeirra um fjármál fótboltaliða. Reglurnar eiga að takmarka getu ofurliða álfunnar til að eyða peningum ótakmarkað og með því á að jafna samkeppnina milli stóru og litlu liðanna. Um leið eiga reglurnar að koma í veg fyrir að lið eyði um efni fram í samkeppni við lið með digrari sjóði og stuðla að sjálfbærni fótboltaliða. 

Geti UEFA hins vegar ekki staðið við reglurnar og refsað liðum sem verða uppvís að brotum á reglunum eru þær hins vegar orðin tóm. UEFA segir í yfirlýsingu sinni:

„Síðustu ár hefur FFP spilað stórt hlutverk í að verja félög og aðstoða þau við að verða sjálfbær og UEFA og ECA [Samtök evrópskra fótboltafélaga] standa við undirstöðuatriði reglanna.“

 

 

Tengdar fréttir

Fótbolti

Manchester City áfrýjar Meistaradeildarbanninu

Fótbolti

Framkvæmdastjóri Manchester City neitar öllu