Ákærur birtar baráttufólki í Hong Kong

13.07.2020 - 08:32
Erlent · Asía · Hong Kong · Kína
Hong Kong media tycoon Jimmy Lai, founder of the local newspaper Apple Daily, arrives outside a district court in Hong Kong, Monday, July 13, 2020. Activists including Lai who organized the June 4th Tiananmen massacre memorial this year, appeared in a Hong Kong court on Monday on charges of inciting others to participate in an unlawful assembly. (AP Photo/Vincent Yu)
Útgefandinn Jimmy Lai á leið í réttarsal í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Þrettán lýðræðissinnar í Hong Kong komu fyrir rétt í morgun þar sem birta átti þeim ákærur fyrir að hvetja til og taka þátt í ólöglegri samkomu í síðasta mánuði þegar þeir söfnuðust saman ásamt þúsundum annarra til að minnast atburðanna á Torgi hins himneska friðar árið 1989.

Allar samkomur tengdar atburðunum höfðu verið bannaðar og báru yfirvöld við kórónuveirufaraldrinum. Engu að síður fór fólk út á götur í Hong Kong eða safnaðist saman í Viktoríugarðinum, þar sem atburðanna hefur verið minnst undanfarin ár.

Lögregla handtók síðar þá þrettán sem komu fyrir rétt í morgun, en í þeim hópi er meðal annars blaðaútgefandinn Jimmy Lai og Lee Cheuk-yan og Albert Ho, sem verið hafa framarlega í mótmælum í Hong Kong síðan í fyrra. Þeir eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi verði þeir sakfelldir.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi