3 jákvæð smit við landamæraskimun í gær

13.07.2020 - 11:16
Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot - RÚV
Þrjú jákvæð sýni greindust við landamæraskimun í gær. Ekki er vitað hvort um virk smit er að ræða en beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar. Níu sýni reyndust jákvæð við landamæraskimun í fyrradag, sem er mesti fjöldi jákvæðra sýna sem greinst hefur við landamærin frá því að skimun hófst um miðjan júní.

Í gær voru tekin 2.118 sýni við landamærin. Tekið var 31 sýni á sýkla- og veirufræðideild LSH. Enn hefur ekkert innanlandssmit greinst frá því 2. júlí. Síðast greindist virkt smit við landamærin þann 7. júlí.

Einstaklingum í sóttkví fer sífellt fækkandi. Snemma í júlí voru þeir rúmlega 400 en nú eru þeir 77. 15 eru í einangrun. 

Leiðrétt kl. 11:34: Í fyrri gerð þessarar fréttar var fullyrt að átta jákvæð sýni hefðu greinst við landamærin í gær. Hið rétta er að níu sýni reyndust jákvæð í fyrradag, en þrjú í gær.

 
Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi