Tottenham vann Norður-Lundúnaslaginn

epa08542103 Son Heung-min (R) of Tottenham in action against David Luiz (L) of Arsenal during the English Premier League soccer match between Tottenham Hotspur and Arsenal FC in London, Britain, 12 July 2020.  EPA-EFE/Tim Goode/NMC/Pool EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - PA POOL

Tottenham vann Norður-Lundúnaslaginn

12.07.2020 - 17:25
Tottenham Hotspur vann 2-1 sigur á Arsenal í nágrannaslag liðanna á heimavelli þeirra fyrrnefndu í Norður-Lundúnum í dag. Með sigrinum fara þeir hvítklæddu upp fyrir granna sína í töflunni.

Bæði lið eru í harðri baráttu um Evrópusæti á næstu leiktíð en Arsenal stóð betur að vígi með stigi meira en Tottenham í deildinni. Arsenal hóf leikinn betur í dag er Frakkinn Alexandre Lacazette kom þeim í forystu á 16. mínútu með frábæru skoti af um 20 metra færi upp í þaknetið, óverjandi fyrir landa sinn Hugo Lloris í marki Tottenham.

Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-Min jafnaði aftur á móti fyrir Tottenham aðeins þremur mínútum síðar með laglegri afgreiðslu þar sem hann vippaði boltanum yfir markvörð Arsenal.

1-1 stóð allt fram á 81. mínútu leiksins þegar miðvörðurinn Toby Alderweireld skoraði það sem reyndist sigurmark heimamanna með skalla eftir hornspyrnu Son.

Tottenham vann leikinn 2-1 og er nú með 52 stig í áttunda sæti deildarinnar. Arsenal er með 50 stig líkt og Burnley í sætunum þar fyrir neðan.