Nýtt met var slegið í hádeginu í kjörsókn í forsetakosningunum í Póllandi þegar tæplega 25 prósent kjósenda höfðu þegar skilað sér á kjörstað. Síðari umferð forsetakosninganna er í dag. Kórónuveirufaraldurinn virðist því ekki hafa komið í veg fyrir að fólk mætti til að kjósa.