Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Framsóknarráðherrar flutt flestar stofnanir út á land

12.07.2020 - 19:05
Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Í sjö skipti af átta hafa ráðherrar sem flutt hafa stofnanir út á land frá aldamótum verið úr röðum Framsóknarflokksins. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra flytur Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til Sauðárkróks í haust. Í þrjú skipti hafa stofnanirnar farið í kjördæmi ráðherrans.

Sagt var frá því í fréttum RÚV í gær að Ásmundur Einar hefur kynnt aðgerðir sínar sem lið í að efla umgjörð brunamála og brunavarnir á Íslandi. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir í samtali við fréttastofu að flutningarnir muni þvert á móti veikja starfsemina. 

Þetta er langt frá því í fyrsta sinn sem ráðherra Framsóknarflokksins flytur stofnanir út á land. Ef farið er yfir nokkra helstu flutninga frá aldamótum má sjá að í sjö af átta skiptum hafa ákvarðanirnar verið á höndum framsóknarráðherra og þrír fluttu stofnanirnar í eigið kjördæmi. 

 

 

Ekki hefur náðst í Ásmund Einar í dag eða í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu.

Fréttin hefur verið leiðrétt. Ranglega var farið með í upphaflegri útgáfu að Valgerður Sverrisdóttir og Jón Kristjánsson hefðu flutt stofnanir í eigið kjördæmi. Einnig var ranghermt að Guðni Ágústsson hefði flutt Matvælastofnun til Selfoss. Rétt er að Landbúnaðarstofnun var breytt í Matvælastofnun.

sigridurda's picture
Sigríður Dögg Auðunsdóttir