Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fleiri en 15.000 greindust í Flórída á sólarhring

12.07.2020 - 22:10
epa08537457 People wearing masks wait to enter the Hialeah Hospital in Hialeah, Florida, USA, 09 July 2020.  On Wednesday morning Florida reported 9,989 new cases of COVID-19 and 48 new resident deaths.  EPA-EFE/CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH
Grímubúin starfskona og skjólstæðingur Hialeah-sjúkrahússins í samnefndri borg í Flórída bíða inngöngu. Flórída, Texas og Kalifornía hafa orðið afar illa úti í Covid-19 farsóttinni síðustu vikur og hafa um og yfir 10.000 tilfelli greinst daglega í hverju ríki fyrir sig síðustu dægrin.  Mynd: EPA-EFE - EPA
Fleiri en fimmtán þúsund voru greindir með kórónuveiruna í Flórída á síðasta sólarhringnum og 19,6% allra sýna sem vour tekin reyndust jákvæð.

Aldrei hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring í nokkru fylki Bandaríkjanna. Í að minnsta kosti þrjátíu og þremur fylkjum fjölgaði smitum hraðar í þessari viku en þeirri síðustu. 

Þrátt fyrir hraða fjölgun smita hefur Donald Trump bandaríkjaforseti ýtt á eftir því að skólar verði opnaðir á ný. Yfirvöld í Flórída eru meðal þeirra sem hafa tilkynnt að skólar verði opnaðir í haust.  

BBC greindi frá því í dag að hluti af Disney World skemmtigarðinum í Flórída hefði nú þegar verið opnaður og að hundruð gesta hefðu lagt leið sína í skemmtigarðinn í gær. 

Næstum 3,3 milljónir Bandaríkjamanna hafa greinst með veiruna og fleiri en 137.000 hafa látið lífið.