Eldur kom upp í íbúð í parhúsi á Djúpavogi upp úr klukkan hálftíu í gærkvöld, laugardagskvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Austurlands var maður þar innan dyra þegar eldurinn kom upp en kom sér sjálfur út og fékk aðhlynningu á staðnum, en ekki fengust upplýsingar um líðan hans.