Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Eldur í íbúðarhúsi á Djúpavogi

12.07.2020 - 00:22
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Eldur kom upp í íbúð í parhúsi á Djúpavogi upp úr klukkan hálftíu í gærkvöld, laugardagskvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Austurlands var maður þar innan dyra þegar eldurinn kom upp en kom sér sjálfur út og fékk aðhlynningu á staðnum, en ekki fengust upplýsingar um líðan hans.

Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang en eldurinn var þó slökknaður. Var íbúðin reykræst og leituðu slökkviliðsmenn af sér allan grun áður en þeir luku slökkvistarfi formlega. Mikið sót var í íbúðinni og tjón var nokkurt. Eldsupptök bíða rannsóknar.
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV