Bílvelta á mislægum gatnamótum neðst í Ártúnsbrekku

12.07.2020 - 16:22
Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Bíll valt á mislægum gatnamótum þar sem Sæbraut mætir Miklubraut nú á fimmta tímanum. Bílnum var ekið upp slaufuna sem leiðir upp í Ártúnsbrekku þegar hann valt.

Tveir voru færðir á bráðamóttöku Landspítalans en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er talið að meiðsl séu óveruleg. Búast má við umferðatöfum á svæðinu á næsta klukkutímanum. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi