Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

„Svona er lífið úti á landi kallinn minn“

Mynd: RÚV / RÚV

„Svona er lífið úti á landi kallinn minn“

11.07.2020 - 12:55
Kleifarvatn er með stærri vötnum á Íslandi og hefur það spilað hlutverk í ýmsum skáldskap, auk þess sem fjöldi fólks hópast þangað hvert sumar til þess að veiða og stunda útivist.

Aðeins minni hópur kemur saman reglulega og stekkur fram af klettunum og í vatnið. „Við vorum á Ólafsfirði árið 2009 sem krakkar og við ákváðum að fara að stökkva á bryggjunni. Við sáum svo stórt skip og af því þetta er úti á landi og allt líbó og fallegt þá gátum við fengið að klifra upp í skipin og stökkva þar af. Gaurarnir á skipunum tóku bara myndir,“ segir Konni Gotta klettastökkvari. „Svona er þetta bara úti á landi kallinn minn.“

Hann segir klettastökk vera sport sem allir þurfi að prófa. „Maður verður endurnærður. Ég sef alltaf eins og engill eftir þetta.“

Sumarlandinn skellti sér í klettastökk við Kleifarvatn.

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Arnaldur er búinn að drepa hér manneskju“

Norðurland

„Þarft að vera sérstök tegund af hálfvita“

Menningarefni

„Sá þessa nörda og ætlaði ekki að vera ein af þeim“